Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við Vísi um klukkan ellefu í kvöld að fylgst væri grannt með öllu sem fram fer á hátíðinni. Fjölmargir lögreglumenn væru á staðnum, sem og sjúkraflutningamenn á tveimur sjúkrabílum.
Klukkan ellefu hafði einn verið fluttur af tónleikasvæðinu í sjúkrabíl vegna veikinda, að sögn varðstjóra. Þá höfðu ekki fleiri sjúkraflutningar komið á borð slökkviliðs.

Í kvöld komu tónlistarmennirnir Pusha T og Jonas Blue fram á aðalsviði hátíðarinnar. Þá steig einnig á svið tónlistarfólkið Auður, Bríet, Clubdub og Kerri Chandler. Á morgun heldur hátíðin svo áfram en henni lýkur á sunnudagskvöld.