Athvarf öfgamanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun