WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:40 Reykjavíkurborg er að verða hjólaborg að sögn ráðgjafa um vistvænar samgöngur. Hann segir borgina vilja ýta undir þróunina. Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull. Reykjavík WOW Air Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull.
Reykjavík WOW Air Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent