Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“ Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira