Ítölsku borgirnar Mílanó og Cortina d'Ampezzo munu halda leikana saman en þær höfðu betur í samkeppni við Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir á Ítalíu í tuttugu ár.
Skautaíþróttirnar og íshokkíð fer fram í Mílanó en flestar alpagreinarnar munu fara fram í Cortina. Hinar greinarnar mun síðan fara fram í öðrum borgum í ítölsku ölpunum eins og Bormio og Livigno.
Milan-Cortina will host the Olympic Winter Games 2026 #MilanCortina2026#WinterOlympics@milanocortina26pic.twitter.com/3Ch9lf3Vxe
— Olympics (@Olympics) June 24, 2019
Cortina d'Ampezzo hefur áður haldið Vetrarólympíuleikana en þeir fóru þar fram árið 1956. Torínó hélt síðan Vetrarólympíuleikana árið 2006.
Það voru aðeins tvö framboð sem börðust um hnossið í lokin en Sion í Sviss, Sapporo í Japan, Graz í Austurríki og Calgary í Kanada, höfðu öll dregið framboð sitt til baka vegna áhyggja um stærð og kostnað leikanna.
Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra og næstu vetrarleikar fara fram í Peking í Kína árið 2022.
Milano-Cortina elected as Host City for the Winter Olympic Games 2026 @MilanoCortina26#MilanoCortina2026pic.twitter.com/v9MHpRMfLB
— Olympics (@Olympics) June 24, 2019