Hélt þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótaði að sleppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 17:20 Faðirinn er öryrki, félagslega einangraður og fljótur að túlka hluti sér í óhag. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu. Dómsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu.
Dómsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira