Hélt þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótaði að sleppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 17:20 Faðirinn er öryrki, félagslega einangraður og fljótur að túlka hluti sér í óhag. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu. Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið þriggja ára barni sínu fram af svölum og hótað að sleppa því. Lögreglumenn, nágrannar og starfsmenn barnaverndar urðu vitni að uppákomunni. Aðdragandi málsins er sá að barnavernd hafði tekið ákvörðun um að barn karlmannsins og eiginkonu hans yrði fært á vistheimili. Þegar sækja átti barnið var skellt á barnavernd. Eftir að hringt hafði verið á lögreglu birtist faðirinn á svölunum og sveiflaði barni sínu fram af. Tveir lögreglumenn sögðu föðurinn hafa hótað að sleppa barninu en faðirinn neitaði sök. Þótti héraðsdómi sannað, með framburði vitna þrátt fyrir neitun föður, að atburðurinn hefði átt sér stað. Sömuleiðis að faðirinn hefði stangað lögreglumann í búkinn. Til stóð að flytja barnið á vistheimili meðal annars vegna andlegra veikinda föður. Hann er öryrki vegna sjúkdóms sem hann glímir við en þó sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Geðlæknir mat föðurinn sakhæfan. Í matsgerð geðlæknis segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í óhag. Í niðurstöðu matsmanns segir að ákærði sé „með alvarlegan geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir geðklofa.“ Var hæfileg refsing ákveðin fjórir mánuðir í fangelsi á skilorði en maðurinn á engan sakaferil að baki auk þess sem mikill dráttur varð á málinu.
Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira