Enski boltinn

Umboðsmaður Lukaku staðfestir að hann vilji yfirgefa United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar landsliðsmarki á dögunum.
Lukaku fagnar landsliðsmarki á dögunum. vísir/getty
Federico Pastorello, umboðsmaður belgíska framherjans Romelu Lukaku, staðfesti við fjölmiðla í dag að Belginn vilji komast burt frá Manchester United.

Ítalski blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, sem vinnur bæði fyrir Sky Sport og The Guardian greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Þar segir Romano frá því að umboðsmaðurinn hafi greint frá því að hann hafi fundað með forráðamönnum ítalska stórliðsins í gær.







Þeir eru ólmir í að kaupa Lukaku en umboðsmaðurinn segir að það sé enn draumaórar hjá Inter og eigi eftir að koma enn frekar í ljós hvort þeir nái að kaupa hann frá United.

Umboðsmaðurinn staðfesti einnig að Lukaku hafi staðfest það að hann vilji yfirgefa herbúðir United en hann var ekki fastamaður eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×