Árstíðaleiðréttar tölur vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar benda til að fjöldi fólks á vinnumarkaði hafi verið 209.900 í maí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,1%, sem er 1,3 prósentustigi lægra hlutfall en í apríl.
Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku standa í stað. Hlutfall starfandi lækkaði lítillega eða um 0,5 prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig.
Atvinnulausir í maí 2019 voru um 6.500 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.200 eða 3,0% af vinnuaflinu. Alls voru 44.900 utan vinnumarkaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018.
Nánar á vef Hagstofunnar.
