Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:23 Kona klædd eins og þerna úr sjónvarpsþáttunum Saga þernunnar mótmælir þungunarrofsfrumvarpi fyrir utan ríkisþinghúsið Alabama. Ekki er ljóst hvort að ákæran um að ákæra Jones tengist strangari þungunarrofslögum í ríkinu. Vísir/EPA Ákærudómstóll í Alabama í Bandaríkjunum gaf út ákæru fyrir manndráp á hendur 27 ára gamalli konu sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann. Mál á hendur konunni sem skaut hana var fellt niður. Marshae Jones var komin fimm mánuði á leið þegar hún lenti í rifrildi við aðra konu fyrir utan lágvöruverðsverslun í Birmingham í desember. Lögreglan segir að rifrildið hafi snúist um barnsföður hennar. Því lauk með því að Ebony Jemison, 23 ára gömul kona, skaut Jones í magann. Jones lifði af en fóstrið ekki, að sögn Washington Post. Engin ákæra var gefin út á hendur Jemison sem var upphaflega sökuð um manndráp. Lögreglan hélt því fram að Jones hafi átt upptökin að rifrildinu. Jemison hafi skotið Jones í sjálfsvörn. Fóstrið væri eina raunverulega fórnarlambið í málinu. „Það var móðir barnsins [svo] sem hóf og hélt rifrildinu áfram sem leiddi til dauða ófædds barns hennar,“ sagði Danny Reid, liðsforingi í lögreglunni við staðarfréttasíðuna AL.com.An Alabama woman who was shot in the stomach while pregnant has been indicted and charged with manslaughter for the death of the fetus. Charges against the shooter have been dismissed. https://t.co/YI0fiTHI5j pic.twitter.com/4Q9QbTBq4Q— AL.com (@aldotcom) June 27, 2019 Nú hefur Jones verið ákærð fyrir manndráp og verður fangelsuð nema hún greiði 50.000 dollara í tryggingu, rúmar 6,2 milljónir íslenskra króna. Reid heldur því fram að fóstrið hafi verið dregið óviljandi inn í rifrildið og að það hafi verið á ábyrgð móður þess að verja það. Mál Jones hefur vakið reiði samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs. Ríkisþing Alabama samþykkti nýlega afturhaldssömustu þungunarrofslög Bandaríkjanna. Samtökin telja að lögin geti haft áhrif á önnur sakamál sem tengjast ekki þungunarrofi. Amanda Reyes, framkvæmdastjóri Yellowhammer-sjóðsins, segir að Alabama-ríki sýni með ákærunni að það líti svo á að eina hlutverk óléttra kvenna sé að eignast lifandi barn og að allt sem hún kynni að gera sem gæti komið í veg fyrir það sé glæpsamlegt. „Á morgun verður það önnur svört kona, kannski fyrir að fá sér drykk á meðan hún er ólétt. Og eftir það, önnur, fyrir að fá ekki viðunandi meðgöngumeðferð,“ segir Reyes. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Ákærudómstóll í Alabama í Bandaríkjunum gaf út ákæru fyrir manndráp á hendur 27 ára gamalli konu sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann. Mál á hendur konunni sem skaut hana var fellt niður. Marshae Jones var komin fimm mánuði á leið þegar hún lenti í rifrildi við aðra konu fyrir utan lágvöruverðsverslun í Birmingham í desember. Lögreglan segir að rifrildið hafi snúist um barnsföður hennar. Því lauk með því að Ebony Jemison, 23 ára gömul kona, skaut Jones í magann. Jones lifði af en fóstrið ekki, að sögn Washington Post. Engin ákæra var gefin út á hendur Jemison sem var upphaflega sökuð um manndráp. Lögreglan hélt því fram að Jones hafi átt upptökin að rifrildinu. Jemison hafi skotið Jones í sjálfsvörn. Fóstrið væri eina raunverulega fórnarlambið í málinu. „Það var móðir barnsins [svo] sem hóf og hélt rifrildinu áfram sem leiddi til dauða ófædds barns hennar,“ sagði Danny Reid, liðsforingi í lögreglunni við staðarfréttasíðuna AL.com.An Alabama woman who was shot in the stomach while pregnant has been indicted and charged with manslaughter for the death of the fetus. Charges against the shooter have been dismissed. https://t.co/YI0fiTHI5j pic.twitter.com/4Q9QbTBq4Q— AL.com (@aldotcom) June 27, 2019 Nú hefur Jones verið ákærð fyrir manndráp og verður fangelsuð nema hún greiði 50.000 dollara í tryggingu, rúmar 6,2 milljónir íslenskra króna. Reid heldur því fram að fóstrið hafi verið dregið óviljandi inn í rifrildið og að það hafi verið á ábyrgð móður þess að verja það. Mál Jones hefur vakið reiði samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs. Ríkisþing Alabama samþykkti nýlega afturhaldssömustu þungunarrofslög Bandaríkjanna. Samtökin telja að lögin geti haft áhrif á önnur sakamál sem tengjast ekki þungunarrofi. Amanda Reyes, framkvæmdastjóri Yellowhammer-sjóðsins, segir að Alabama-ríki sýni með ákærunni að það líti svo á að eina hlutverk óléttra kvenna sé að eignast lifandi barn og að allt sem hún kynni að gera sem gæti komið í veg fyrir það sé glæpsamlegt. „Á morgun verður það önnur svört kona, kannski fyrir að fá sér drykk á meðan hún er ólétt. Og eftir það, önnur, fyrir að fá ekki viðunandi meðgöngumeðferð,“ segir Reyes.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00