Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu Ari Brynjólfsson skrifar 28. júní 2019 07:30 Meira en helmingur nemenda í 8. til 10. bekk í Reykjavík starfar í Vinnuskólanum í sumar. Hópur þeirra hyggst taka frí á morgun. Fréttablaðið/Valli Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira