Skipstjóri björgunarskipsins segir Evrópuþjóðir hafa engan áhuga á að leysa vandann Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 22:08 Carola Rackete, skipstjóri Sea-Watch 3, er harðorð í garð stjórnvalda í Evrópu. Vísir/Getty Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18