Sir Jony Ive, maðurinn á bakvið hönnunina á helstu vörum tæknirisans Apple hefur ákveðið að stíga til hliðar og einbeita sér að öðrum verkefnum en Apple. BBC greinir frá.
Ive hannaði Mac-tölvurnar, iPhone símana og iPod spilarana auk fleiri vinsælla Apple vara, hefur starfað hjá Apple við góðan orðstír í næstum þrjátíu ár.
Tim Cook, forstjóri Apple segir að þáttur Ive í upprisu Apple-veldisins hafi verið mikill og ekki sé hægt að draga úr honum.
Ive sjálfur, sem ætlar að hefja störf í eigin fyrirtæki, LoveFrom, segir að nú sé rétti tíminn til að fara frá borði og sigla á vit ævintýranna.
Ekki hefur verið ráðinn beinn arftaki Ive hjá Apple en ljóst er að hlutverki hans sem yfirhönnuður ytra og innra byrðis verður skipt upp.

