Náttúruleg og einföld brúðkaup á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 10:39 Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn. Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn.
Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40