Sjá nánar: Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu
Sigríður deildi fréttinni um verkfall vinnuskólakrakkanna með fylgjendum sínum á Twitter og spurði hvort um væri að ræða spegilmynd af lífinu sjálfu.
„Sumir búa til mótmælaspjöld á meðan hinir reita arfa. Skyldu verða einhverjar raunhæfar lausnir á spjöldum barnanna – eða verður þeim krökkum sem dirfast að sitja við námsbækurnar og handverkið eftirlátið það?“ spurði Sigríður.
Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingiskona fyrir Pírata, svaraði tísti Sigríðar og sagði að sagan sýndi að mótmæli gætu hrundið mikilfenglegum hlutum af stað.
„Þú hefðir t.d. aldrei orðið ráðherra ef ekki hefði verið fyrir fólk með mótmælaspjöld,“ sagði Eva og útskýrði að framfarir yrðu þegar fólk þyrði að ögra viðteknum venjum hvers tíma fyrir sig.
Spegilmynd af lífinu sjálfu? Sumir búa til mótmælaspjöld á meðan hinir reita arfa.
Skyldu verða einhverjar raunhæfar lausnir á spjöldum barnanna - eða verður þeim krökkum sem dirfast að sitja við námsbækurnar og handverkið eftirlátið það? https://t.co/nnEeLktTn8
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) June 28, 2019