Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2019 19:45 Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND
Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira