100 ára flugsaga Íslands Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 22:08 Mynd af Vought OS2U Kingfisher á leið til Íslands sem tekin var um borð í USS New York árið 1945 Getty/PhotoQuest Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi. Þriðja september árið 1919, aðeins 15 árum eftir að Wright bræður hófu sig til flugs fyrstir manna, fór flugvél af stað í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Samkvæmt Morgunblaðinu var sunnangola í Vatnsmýrinni þennan dag, alskýjaður himinn yfir Reykjavík og hiti um 14 gráður. Flugvélin Avro 504K hóf sig svo á loft seinni partinn. Avro 504K flugvélar voru opnar tvíþekjur sem gátu borið einn farþega auk flugmanns og höfðu þriggja tíma flugþol. Flughraðinn var um 100 kílómetrar á klukkustund. Flugmaðurinn var Cecil Torben Faber og var aðeins tvítugur. Cecil var herflugmaður úr breska hernum, sonur danska stjórnarráðunautarins Haralds Fabers, sem starfaði í Lundúnum. „Vélin leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennisléttum vegi, sneri sér í krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassvörðinn,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar segir enn fremur að margt fólk hafi safnast saman til að skoða vélina og sumir borguðu 50 aura til að skoða þennan furðugrip. Þegar Faber hóf sig á loft í seinna skiptið klappaði mannfjöldinn og hrópaði. „Þegar hún losnaði við jörðina, dundi við lófaklapp allra og köll margra. Fjöldinn allur hafði aldrei séð flugvél lyfta sér til flugs áður og það hefir einkennileg áhrif á jarðbundnar verur. Ekki aðeins mennina. Hestarnir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa. Og einn hundur ætlaði að tryllast. Flugvélin smáhækkaði í lofti og vatt sér í hringum upp í 500 metra hæð og leið þar áfram. Öðru hvoru stöðvaði flugmaðurinn mótorinn, steypti vélinni beint niður á nokkra tugi metra og rétti við aftur. Var þá mörgum nóg boðið og nokkrir krakkar fóru að skæla,“ segir í frásögn Morgunblaðsins 1919.Avro 504K flugvél, líkt og kapteinninn ungi, flaug yfir höfuðborgina í september 1919.Getty/Popperfoto146 ferðir Fyrsti flugfarþeginn á Íslandi var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar fór fyrsta konan um borð og var það Ásta Magnúsdóttir, sem síðar varð ríkisféhirðir. Alls fór Avro-vélin 146 ferðir á sextán flugdögum. Síðan var hún tekin í sundur og geymd í skýli fram að sumrinu 1920. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta síðustu vikurnar. Fyrst var því fagnað með komu fjölmargra svonefndra Þrista, véla af gerðinni Douglas DC-3, sem komu hingað til lands á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í minningarathöfn vegna innrásarinnar í Normandí í júní 1944. Almenningi var boðið að skoða þær vélar á Reykjavíkurflugvelli í síðari hluta maímánaðar. Fimmtudaginn 23. maí flutti Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur, og höfundur bókarinnar Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi, erindi um sögu Reykjavíkurflugvallar. Fjallað var um flugvallargerðina á árum síðari heimsstyrjaldar, þróun flugvallarins og langvinnar deilur um staðsetningu og starfsemi Reykjavíkurflugvallar allt frá því að Bretar gerðu flugvöllinn.Kapteinn Faber Í Morgunblaðinu síðar í september 1919 segir frá hinum unga Faber. „Til vígstöðvanna fór capt. Faber í desember 1915 og tók þá til óspilltra málanna. Tæpum tveim mánuðum síðar lenti hann í viðureign, sem nærri hafði riðið bonum að fullu. Hann fékk kúlu í fæturna og brotnaði annar. Capt. Faber var þá við annan mann í vélinni. Þegar hann varð fyrir skotinu, var hann í 7000 feta hæð. Hann missti sem snöggvast meðvitundina af sársaukanum, en þegar hann rankaði við sér aftur, voru ekki nema 1500 fet til jarðar. Hann var staddur yfir vígstöðvum Þjóðverja og nál. 40 kílómetra leið heim til herbúða Breta. Komst bann þó slysalaust heim, en var veikur hér um bil heilt ár á eftir. I aprílmánuði 1918 særðist capt. Faber aftur, en ekki eins stórvægilega. Var hann þá aleinn í vél sinni með þrjár hríðskotabyssur og varð fyrir skoti neðan af jörðunni. Lá hann þrjár vikur í sárum, en fór ekki í ófriðinn aftur. Hann gerðist þá flugkennari í Bretlandi. Í ófriðnum skaut hann niður fimm þýzkar flugvélar og þá sjöttu veit hann ekki um, hvort hún féll niður eða gat bjargað sér undan, því hún hvarf sjónum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tímamót Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi. Þriðja september árið 1919, aðeins 15 árum eftir að Wright bræður hófu sig til flugs fyrstir manna, fór flugvél af stað í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Samkvæmt Morgunblaðinu var sunnangola í Vatnsmýrinni þennan dag, alskýjaður himinn yfir Reykjavík og hiti um 14 gráður. Flugvélin Avro 504K hóf sig svo á loft seinni partinn. Avro 504K flugvélar voru opnar tvíþekjur sem gátu borið einn farþega auk flugmanns og höfðu þriggja tíma flugþol. Flughraðinn var um 100 kílómetrar á klukkustund. Flugmaðurinn var Cecil Torben Faber og var aðeins tvítugur. Cecil var herflugmaður úr breska hernum, sonur danska stjórnarráðunautarins Haralds Fabers, sem starfaði í Lundúnum. „Vélin leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennisléttum vegi, sneri sér í krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassvörðinn,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar segir enn fremur að margt fólk hafi safnast saman til að skoða vélina og sumir borguðu 50 aura til að skoða þennan furðugrip. Þegar Faber hóf sig á loft í seinna skiptið klappaði mannfjöldinn og hrópaði. „Þegar hún losnaði við jörðina, dundi við lófaklapp allra og köll margra. Fjöldinn allur hafði aldrei séð flugvél lyfta sér til flugs áður og það hefir einkennileg áhrif á jarðbundnar verur. Ekki aðeins mennina. Hestarnir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa. Og einn hundur ætlaði að tryllast. Flugvélin smáhækkaði í lofti og vatt sér í hringum upp í 500 metra hæð og leið þar áfram. Öðru hvoru stöðvaði flugmaðurinn mótorinn, steypti vélinni beint niður á nokkra tugi metra og rétti við aftur. Var þá mörgum nóg boðið og nokkrir krakkar fóru að skæla,“ segir í frásögn Morgunblaðsins 1919.Avro 504K flugvél, líkt og kapteinninn ungi, flaug yfir höfuðborgina í september 1919.Getty/Popperfoto146 ferðir Fyrsti flugfarþeginn á Íslandi var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar fór fyrsta konan um borð og var það Ásta Magnúsdóttir, sem síðar varð ríkisféhirðir. Alls fór Avro-vélin 146 ferðir á sextán flugdögum. Síðan var hún tekin í sundur og geymd í skýli fram að sumrinu 1920. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta síðustu vikurnar. Fyrst var því fagnað með komu fjölmargra svonefndra Þrista, véla af gerðinni Douglas DC-3, sem komu hingað til lands á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í minningarathöfn vegna innrásarinnar í Normandí í júní 1944. Almenningi var boðið að skoða þær vélar á Reykjavíkurflugvelli í síðari hluta maímánaðar. Fimmtudaginn 23. maí flutti Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur, og höfundur bókarinnar Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi, erindi um sögu Reykjavíkurflugvallar. Fjallað var um flugvallargerðina á árum síðari heimsstyrjaldar, þróun flugvallarins og langvinnar deilur um staðsetningu og starfsemi Reykjavíkurflugvallar allt frá því að Bretar gerðu flugvöllinn.Kapteinn Faber Í Morgunblaðinu síðar í september 1919 segir frá hinum unga Faber. „Til vígstöðvanna fór capt. Faber í desember 1915 og tók þá til óspilltra málanna. Tæpum tveim mánuðum síðar lenti hann í viðureign, sem nærri hafði riðið bonum að fullu. Hann fékk kúlu í fæturna og brotnaði annar. Capt. Faber var þá við annan mann í vélinni. Þegar hann varð fyrir skotinu, var hann í 7000 feta hæð. Hann missti sem snöggvast meðvitundina af sársaukanum, en þegar hann rankaði við sér aftur, voru ekki nema 1500 fet til jarðar. Hann var staddur yfir vígstöðvum Þjóðverja og nál. 40 kílómetra leið heim til herbúða Breta. Komst bann þó slysalaust heim, en var veikur hér um bil heilt ár á eftir. I aprílmánuði 1918 særðist capt. Faber aftur, en ekki eins stórvægilega. Var hann þá aleinn í vél sinni með þrjár hríðskotabyssur og varð fyrir skoti neðan af jörðunni. Lá hann þrjár vikur í sárum, en fór ekki í ófriðinn aftur. Hann gerðist þá flugkennari í Bretlandi. Í ófriðnum skaut hann niður fimm þýzkar flugvélar og þá sjöttu veit hann ekki um, hvort hún féll niður eða gat bjargað sér undan, því hún hvarf sjónum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tímamót Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira