Haukur sigraði tilþrifaríka keppni | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 30. júní 2019 07:00 Haukur Viðar Einarsson á Heklu leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum. Sveinn Haraldsson Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira