Engin vandamál hjá Dönum | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 20:45 Eriksen skoraði eitt marka Dana í sigrinum á Georgíumönnum. vísir/getty Tólf leikir fóru fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli unnu Danir öruggan sigur á Georgíumönnum, 5-1. Kasper Dolberg skoraði tvö mörk fyrir danska liðið og Christian Eriksen (víti), Yusuff Poulsen og Martin Braithwaite sitt markið hver. Danmörk er í 2. sæti D-riðils með fimm stig, fimm stigum á eftir toppliði Írlands sem vann 2-0 sigur á Gíbraltar í Dublin. Pólland vann 4-0 sigur á Ísrael og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils. Í sama riðli vann Austurríki Norður-Makedóníu, 1-4, og Slóvenía kjöldró Lettland, 0-5. Í A-riðli vann Tékkland 3-0 sigur á Svartfjallalandi og Kósovó vann 2-3 sigur á Búlgaríu. Þetta var fyrsti sigur Kósovó í undankeppni. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Englendingar og Tékkar eru með sex stig í efstu tveimur sætum A-riðils en enska liðið á leik til góða. Eftir slæmt tap fyrir Úkraínumönnum í síðustu viku ráku Serbar af sér slyðruorðið og unnu Litháa, 4-1, í B-riðli. Úkraína styrkti stöðu sína á toppi riðilsins með 1-0 sigri á Lúxemborg.Spánverjar unnu 3-0 sigur á Svíum og eru með fullt hús stiga á toppi F-riðils. Í sama riðli unnu Norðmenn Færeyinga, 0-2, og Rúmenar báru sigurorð af Maltverjum, 0-4.Úrslit kvöldsins:A-riðill Tékkland 3-0 Svartfjallaland Búlgaría 2-3 KósovóB-riðill Serbía 4-1 Litháen Úkraína 1-0 LúxemborgD-riðill Danmörk 5-1 Georgía Írland 2-0 GíbraltarF-riðill Spánn 3-0 Svíþjóð Færeyjar 0-2 Noregur Malta 0-4 RúmeníaG-riðill Pólland 4-0 Ísrael Norður-Makedónía 1-4 Austurríki Lettland 0-5 Slóvenía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45 Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli unnu Danir öruggan sigur á Georgíumönnum, 5-1. Kasper Dolberg skoraði tvö mörk fyrir danska liðið og Christian Eriksen (víti), Yusuff Poulsen og Martin Braithwaite sitt markið hver. Danmörk er í 2. sæti D-riðils með fimm stig, fimm stigum á eftir toppliði Írlands sem vann 2-0 sigur á Gíbraltar í Dublin. Pólland vann 4-0 sigur á Ísrael og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils. Í sama riðli vann Austurríki Norður-Makedóníu, 1-4, og Slóvenía kjöldró Lettland, 0-5. Í A-riðli vann Tékkland 3-0 sigur á Svartfjallalandi og Kósovó vann 2-3 sigur á Búlgaríu. Þetta var fyrsti sigur Kósovó í undankeppni. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Englendingar og Tékkar eru með sex stig í efstu tveimur sætum A-riðils en enska liðið á leik til góða. Eftir slæmt tap fyrir Úkraínumönnum í síðustu viku ráku Serbar af sér slyðruorðið og unnu Litháa, 4-1, í B-riðli. Úkraína styrkti stöðu sína á toppi riðilsins með 1-0 sigri á Lúxemborg.Spánverjar unnu 3-0 sigur á Svíum og eru með fullt hús stiga á toppi F-riðils. Í sama riðli unnu Norðmenn Færeyinga, 0-2, og Rúmenar báru sigurorð af Maltverjum, 0-4.Úrslit kvöldsins:A-riðill Tékkland 3-0 Svartfjallaland Búlgaría 2-3 KósovóB-riðill Serbía 4-1 Litháen Úkraína 1-0 LúxemborgD-riðill Danmörk 5-1 Georgía Írland 2-0 GíbraltarF-riðill Spánn 3-0 Svíþjóð Færeyjar 0-2 Noregur Malta 0-4 RúmeníaG-riðill Pólland 4-0 Ísrael Norður-Makedónía 1-4 Austurríki Lettland 0-5 Slóvenía
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45 Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45
Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30