Hvaða ellefu leikmenn fá traustið hjá Hamrén gegn funheitum Tyrkjum? Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 11:00 Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands. Hér sést hann á æfingu í Laugardalnum. vísir/vilhelm Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn