Hvaða ellefu leikmenn fá traustið hjá Hamrén gegn funheitum Tyrkjum? Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 11:00 Erik Hamrén er landsliðsþjálfari Íslands. Hér sést hann á æfingu í Laugardalnum. vísir/vilhelm Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Tyrkland hefur verið á fljúgandi siglingu í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2020 sem verður haldin víða um Evrópu. Þeir heimsækja Laugardalsvöllinn í kvöld. Tyrkir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum; 2-0 gegn Albaníu, 4-0 gegn Moldóvu og 2-0 gegn Frökkum. Þeir hafa enn ekki fengið á sig mark og það verður því erfitt verkefni sem bíður íslenska landsliðsins í kvöld. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, byrjaði með Hjört Hermansson í hægri bakverðinum gegn Albaníu en Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár, var utan hóps. Hjörtur gerði vel í leiknum og líklegt er að Hjörtur haldi sætinu í bakverðinum við hliðina á Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem verða í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason var vinstri bakvörður gegn Albaníu en spurning er hvort að Hamrén vilji fá meiri styrk og hæð fyrir leikinn í kvöld. Þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið.Hjörtur spilaði í hægri bakverðinum á laugardaginn og gerði það vel.vísir/vilhelmHetja Íslands frá því í leiknum gegn Albaníu, Jóhann Berg Guðmundsson, er tæpur og óvíst er hvort að hann nái leiknum í kvöld. Birkir Bjarnason er einnig tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær. Fari svo að Jóhann Berg sé ekki leikfær eru líkur á að annar ungu leikmannanna í hópnum, Arnór Sigurðsson eða Albert Guðmundsson, eða Arnór Ingvi Traustason komi inn í liðið og fari á kantinn. Allir eru þeir afskaplega flinkir leikmenn og geta tekið leikmenn á með hraða sínum og tækni en verði Ísland án Jóhanns Bergs verður það mikill missir enda einn besti leikmaður liðsins. Birkir Bjarnason byrjaði á miðsvæðinu gegn Albaníu og Rúnar Már Sigurjónsson úti á vinstri kantinum. Emil Hallfreðsson er á varamannabekknum og er líklegur til þess að fylla skarð Birkis verði hann ekki með í kvöld en líklegt má telja að Rúnar haldi sæti sínum eftir fína frammistöðu um helgina.Byrjar Viðar aftur í kvöld?vísir/vilhelmÓvíst er hver verður í fremstu víglínu. Viðar Örn Kjartansson spilaði í tæpan klukkutíma gegn Albaníu en komst lítið í takt við leikinn enda var íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi eða mikið inn á vallarhelmingi Albana. Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður á laugardaginn en Kolbeinn Sigþórsson spilaði í um 30 mínútur. Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli og ólíklegt að hann geti byrjað leikinn í kvöld. Þó má telja líklegt að hann komi við sögu á einhverjum tímapunkti. Það verður því annað hvort Jón Daði eða Viðar Örn sem byrja sem fremsti maður í kvöld en Jón Daði hefur fundið sig vel á móti Tyrkjum í síðustu undankeppnum. Hann er afskaplega duglegur framherji sem lætur varnarmenn andstæðingana aldrei í friði. Þetta kemur allt saman í ljós upp úr kringum 17.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Fylgst verður vel með honum á Vísi og honum gerð góð skil í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Óvíst með þátttöku Jóhanns og Birkis gegn Tyrkjum Tveir af lykilmönnum íslenska landsliðsins æfðu ekki með því í morgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir geti spilað gegn Tyrklandi annað kvöld. 10. júní 2019 13:03