Segist hafa orðið fyrir aðkasti vegna kynvitundar sinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 14:34 Jonathan Van Ness segist alltaf hafa upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins, hann hafi aftur á móti ekki þekkt hugtökin fyrr en nú. Vísir/getty Jonathan Van Ness, sem er einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttarins Queer Eye for the Straight Guy, skilgreinir sjálfan sig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Jonathan segist hafa upplifað mikla skömm fyrir kynvitund sína í æsku. „Eftir því sem ég verð eldri því sannfærðari er ég um að ég sé kynsegin. Ég upplifi mig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Suma daga líður mér meira eins og karlmanni en aðra eins og konu. Ég held að orkan mín sé bara út um allt,“ sagði Jonathan sem bætti við: „Ég stekk á öll tækifæri sem ég fæ til að mölva staðalímyndir tvíhyggjunnar. Ég er alltaf til í það. Kyn er, að mér finnst, oft notað til þess að aðgreina og sundra. Þetta eru félagslegir kassar sem mér finnst ég bara ekki passa inn í,“ sagði Jonathan. Jonathan rifjar upp barnæsku sína og minnist þess að hafa oft naglalakkað sig, gengið í háum hælum og notað hálsklúta en þó oftast á laun því hann varð alltaf fyrir aðkasti. „Ég var mjög meðvitaður um að ég mætti bara leika mér með þessa hluti fyrir sólarupprás, niður í kjallara og ég mætti alls ekki ganga í þessum fötum í skólanum. Ég lék mér bara með þessa hluti bak við luktar dyr,“ útskýrði Jonathan.Netflix þættirnir Queer Eye for the Straight guy hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/gettyÞegar Jonathan var spurður hvort hann hefði „uppgötvað“ kvenlegu hliðar sínar seint á lífsleiðinni sagði hann að það væri af og frá. Hann hefði alltaf upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins en hafði bara ekki haft hugtökin til að útskýra kynvitund sína. „Ég vissi bara ekki hvaða nafni þetta kallaðist. Ég hef klæðst háum hælum, málað mig og gengið í pilsi í þó nokkurn tíma, elskan. Ég vissi bara ekki hvað það þýddi, að það væri til hugtak yfir það.“ Jonathan er sem fyrr segir einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttanna vinsælu sem eru sýndir á Netflix-streymisveitunni. Teymið, sem kallar sig gjarnan „fimm fræknu“, hjálpar fólki að takast á við lífið og reynir að efla sjálftstraust þeirra. Antoni Porowski, Tan France, Karamo Brown og Bobby Berk vinna með Jonathan. Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46 Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30 Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30 Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Jonathan Van Ness, sem er einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttarins Queer Eye for the Straight Guy, skilgreinir sjálfan sig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Jonathan segist hafa upplifað mikla skömm fyrir kynvitund sína í æsku. „Eftir því sem ég verð eldri því sannfærðari er ég um að ég sé kynsegin. Ég upplifi mig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Suma daga líður mér meira eins og karlmanni en aðra eins og konu. Ég held að orkan mín sé bara út um allt,“ sagði Jonathan sem bætti við: „Ég stekk á öll tækifæri sem ég fæ til að mölva staðalímyndir tvíhyggjunnar. Ég er alltaf til í það. Kyn er, að mér finnst, oft notað til þess að aðgreina og sundra. Þetta eru félagslegir kassar sem mér finnst ég bara ekki passa inn í,“ sagði Jonathan. Jonathan rifjar upp barnæsku sína og minnist þess að hafa oft naglalakkað sig, gengið í háum hælum og notað hálsklúta en þó oftast á laun því hann varð alltaf fyrir aðkasti. „Ég var mjög meðvitaður um að ég mætti bara leika mér með þessa hluti fyrir sólarupprás, niður í kjallara og ég mætti alls ekki ganga í þessum fötum í skólanum. Ég lék mér bara með þessa hluti bak við luktar dyr,“ útskýrði Jonathan.Netflix þættirnir Queer Eye for the Straight guy hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/gettyÞegar Jonathan var spurður hvort hann hefði „uppgötvað“ kvenlegu hliðar sínar seint á lífsleiðinni sagði hann að það væri af og frá. Hann hefði alltaf upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins en hafði bara ekki haft hugtökin til að útskýra kynvitund sína. „Ég vissi bara ekki hvaða nafni þetta kallaðist. Ég hef klæðst háum hælum, málað mig og gengið í pilsi í þó nokkurn tíma, elskan. Ég vissi bara ekki hvað það þýddi, að það væri til hugtak yfir það.“ Jonathan er sem fyrr segir einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttanna vinsælu sem eru sýndir á Netflix-streymisveitunni. Teymið, sem kallar sig gjarnan „fimm fræknu“, hjálpar fólki að takast á við lífið og reynir að efla sjálftstraust þeirra. Antoni Porowski, Tan France, Karamo Brown og Bobby Berk vinna með Jonathan.
Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46 Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30 Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30 Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46
Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30
Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30
Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30