Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 20:44 Trump forseti veifaði blaði sem átti að vera til sönnunar þess að fleiri ákvæði séu í samningi hans við Mexíkó en greint hefur verið frá opinberlega. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46
Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent