Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um meðvitundarlausan mann við Árbæjarstíflu í Elliðaárdal. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var ofurölvi og hugsanlega undir áhrifum fíkniefna.
Eftir skoðun áhafnar sjúkrabíls var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands síns.
Þá hafði lögreglan afskipti af alls sex ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra reyndust án akstursréttinda og sá þriðji ók á 112 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund.
Höfðu afskipti af meðvitundarlausum manni við Elliðaár
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
