

Hinir mögru pistlar
Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag.
Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því.
Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi.
Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði.
Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna.
Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna.
Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara.
Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Tengdar fréttir

Mögru árin
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu.
Skoðun

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar