Telja tvo ráðherra Trump sýna þinginu lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:13 Elijah E. Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er ekki hlátur í huga yfir aðförum Hvíta hússins til að stöðva rannsóknir nefndarinnar. AP/J. Scott Applewhite Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent