Huckabee Sanders yfirgefur Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 20:45 Í tíð Huckabee Sanders voru daglegir blaðamannafundir í Hvíta húsinu, sem áður var hefð, svo gott sem aflagðir. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15