Innlent

Fordæma ákvörðun Javid

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Framsalinu hefur verið mótmælt af miklum krafti.
Framsalinu hefur verið mótmælt af miklum krafti. Nordicphotos/AFP

Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í gær ákvörðun Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. „[Þ]að er óviðunandi að farið sé með mann sem sinnir því grundvallar blaðamennskuhlutverki að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við almenning sem hvern annan glæpamann,“ sagði í tilkynningu á vef félagsins.



Félag fréttamanna á RÚV gerði slíkt hið sama. „Framganga Bandaríkjanna í þessu máli er ógn við frelsi fjölmiðla. Hætt er við því að mannréttindi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórnvöld ganga fram af mikilli og ómaklegri hörku í máli hans,“ sagði í yfirlýsingunni.



Dómstólar í Bretlandi eiga eftir að úrskurða um hvort Assange verði framseldur og verður málið tekið fyrir í dag. Bandaríkjamenn hyggjast rétta yfir Assange fyrir meðal annars brot á lögum um njósnir en hann er sakaður um að hafa sóst eftir og birt leyniskjöl og átt í þátt í samsæri um tölvuinnbrot.



Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði í samtali við Fréttablaðið.is í gær að ákvörðun Javid kæmi ekki á óvart.


Tengdar fréttir

Fréttamenn fordæma handtöku Assange og ákvörðun innanríkisráðherra

Félag fréttamanna RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Það væri í samræmi við þingsályktun Alþingis um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis.

„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“

Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×