Nýr veruleiki Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2019 09:00 Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun