Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 10:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Alþingishúsinu í morgun. vísir/vilhelm Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent