Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2019 14:39 Eldur kom upp í Skorradal í apríl og eins og sjá má á þessari mynd reyndist ekki unnt að koma slökkviliðsbílnum að vettvangi. Vísir/Aðsend Slökkvilið Borgarbyggða mun blása til viðamikillar æfingar, vegna gróðurelda, í Skorradal í kvöld. Hefst hún klukkan átta með boðun á fimmta tug slökkviliðsmanna á slökkvistöð. Fjórar starfstöðvar eru í Slökkviliði Borgarbyggðar, það er í Borgarnesi, Hvanneyri, Reykholti og Bifröst. Æfingin í kvöld mun svo ná hámarki um klukkan níu í Skorradal. Eitt helsta vandamál slökkviliðsins á svæðinu eru að komast í vatn. Erfitt getur reynst að athafna sig og koma stórum slökkvibílum að Skorradalsvatni sem er lykillinn í því að bregðast við komi upp eldur. Eins og greint hefur verið frá lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Vesturlandi yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á svæðinu en þar hefur ekki rignt dropa frá því í byrjun maí. Gróður á svæðinu er orðinn mjög þurr og þarf lítið til þess að allt geti farið á versta veg. Sjá einnig: Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sumarbústaðaeigendur vilja fá þjálfun í því hvernig bregðast eigi við komi upp gróðureldur í Skorradal. Þeir undrast að fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í kvöld.Vísir/AðsendSumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingunni í kvöld Ólafur Tryggvason, einn sumarbústaðaeigenda í Skorradal, fagnar því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum á svæðinu í kvöld en spyr sig jafnframt að því afhverju sumarbústaðaeigendur eru ekki einnig fengnir á æfinguna svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. Það taki slökkviliðið að minnsta kosti tuttugu mínútur að koma á svæðið og þá gæti fjandinn verið orðinn laus. Hann segir að næsti slökkvibíll sé á Hvanneyri og komi til boðunar þurfi slökkviliðsmenn, sem sumir hverjir búa í Skorradal, að keyra fyrst þangað, sækja slökkviliðsbílinn og keyra svo til baka. Hann segir að eigendur sumarbústaða á svæðinu hafi varpað fram þeim hugmyndum sín á milli að þeir fái þjálfun í því hvernig þeir eigi að bregðast við komi upp eldur á svæðinu og vonast eftir að slökkviliðsstjóri vinni með þær hugmyndir. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri segir að á æfingunni í kvöld séu slökkviliðsmenn einungis að æfa sín störf á vettvangi, til að mynda í vatnsöflun. Hann fagnar hugmyndum sumarbústaðaeigenda og það verði hugsanlega skoðað í framhaldinu að æfa með þeim. Síðast þegar eldur kom upp á svæðinu kom slökkviliðsbíll á vettvang en hann var vatnslausVísir/Jóhann KVatnslaus slökkvibíll í síðasta útkalli í Skorradal Um miðjan apríl síðastliðinn kom upp eldur í sumarhúsi á svæðinu og var slökkvilið kallað til. Ólafur segir að þegar slökkviliðsmenn hafi komið á svæðið var ljóst slökkvibílinn kæmist ekki að með nokkru móti og því hafi hann ásamt öðrum sumarhúsaeigendum aðstoðað slökkviliðsmenn við að koma slöngum og vatni svo hægt væri að ráðast gegn eldinum. Þegar það útkall kom fyrsti viðbragðsbíll á vettvang frá Hvanneyri og þegar ráðast átti í fyrstu aðgerðir kom í ljós að slökkvibíllinn var vatnslaus. Hann hafði verið notaður vegna gróðurelda, annarsstaðar í Borgarfirði, deginum áður og gleymst hafði að fylla hann að vatni aftur þegar aðgerðum lauk. Þetta staðfestir Þórður í samtali við fréttastofu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Sjá einnig: Eldur kom upp í sumabústað Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs BorgarbyggðarVísir/Stöð 2Ástand slökkviliðsins betra en í fyrra Ástand innan slökkviliðs Borgarbyggðar í fyrra var ekki gott. Fáar sameiginlegar æfingar voru haldnar á milli eininga á svæðinu. Í mars 2018 var greint frá því að mikil ólga ríkti innan liðsins og kvörtuðu slökkviliðsmenn við stjórnendur sveitarfélagsins vegna samstarfsörðugleika á milli starfsmanna og stjórnenda slökkviliðsins. Krafa slökkviliðsmanna þá er sú að ráðið yrði í stöður slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra. Annars væru þeir líklegir líklegir til að segja upp störfum. Þá þótti slökkviliðsmönnum æfingar of fáar og illa skipulagðar og vegna þess hafi fáir þeirra staðist skilyrði til að vera fullgildir slökkviliðsmenn og reykkafarar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri segir að ástandið innan liðsins allt annað í dag. Tekið hafi verið á vandamálum sem hafi verið innan liðsins, æfingar og þjálfun orðið markvissari auk þess sem verið sé að auka tækjagetu slökkviliðsins.Fjórar starfsstöðvar eru hjá Slökkviliði BorgarbyggðarVísir/Stöð 2Tveggja ára gömul viðbragðsáætlun aldrei verið æfð Í lok október 2017 var gefin út viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal en Ólafur veit ekki til þess að hún hafi nokkru sinni verið æfð. Þórður, varaslökkviliðsstjóri, segir að það sé í höndum hreppsnefndar í Skorradal að boða til slíkrar almannavarnaæfingar og að þá yrðu allir á svæðinu, viðbragðsaðilar, íbúar og heimamenn virkjaðir til þátttöku. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Ýmsar hættur blasa við í blíðviðrinu sem er framundan. 9. júní 2019 11:38 Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. 13. júní 2019 11:45 Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. 12. júní 2019 12:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Slökkvilið Borgarbyggða mun blása til viðamikillar æfingar, vegna gróðurelda, í Skorradal í kvöld. Hefst hún klukkan átta með boðun á fimmta tug slökkviliðsmanna á slökkvistöð. Fjórar starfstöðvar eru í Slökkviliði Borgarbyggðar, það er í Borgarnesi, Hvanneyri, Reykholti og Bifröst. Æfingin í kvöld mun svo ná hámarki um klukkan níu í Skorradal. Eitt helsta vandamál slökkviliðsins á svæðinu eru að komast í vatn. Erfitt getur reynst að athafna sig og koma stórum slökkvibílum að Skorradalsvatni sem er lykillinn í því að bregðast við komi upp eldur. Eins og greint hefur verið frá lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Vesturlandi yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á svæðinu en þar hefur ekki rignt dropa frá því í byrjun maí. Gróður á svæðinu er orðinn mjög þurr og þarf lítið til þess að allt geti farið á versta veg. Sjá einnig: Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sumarbústaðaeigendur vilja fá þjálfun í því hvernig bregðast eigi við komi upp gróðureldur í Skorradal. Þeir undrast að fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í kvöld.Vísir/AðsendSumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingunni í kvöld Ólafur Tryggvason, einn sumarbústaðaeigenda í Skorradal, fagnar því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum á svæðinu í kvöld en spyr sig jafnframt að því afhverju sumarbústaðaeigendur eru ekki einnig fengnir á æfinguna svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. Það taki slökkviliðið að minnsta kosti tuttugu mínútur að koma á svæðið og þá gæti fjandinn verið orðinn laus. Hann segir að næsti slökkvibíll sé á Hvanneyri og komi til boðunar þurfi slökkviliðsmenn, sem sumir hverjir búa í Skorradal, að keyra fyrst þangað, sækja slökkviliðsbílinn og keyra svo til baka. Hann segir að eigendur sumarbústaða á svæðinu hafi varpað fram þeim hugmyndum sín á milli að þeir fái þjálfun í því hvernig þeir eigi að bregðast við komi upp eldur á svæðinu og vonast eftir að slökkviliðsstjóri vinni með þær hugmyndir. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri segir að á æfingunni í kvöld séu slökkviliðsmenn einungis að æfa sín störf á vettvangi, til að mynda í vatnsöflun. Hann fagnar hugmyndum sumarbústaðaeigenda og það verði hugsanlega skoðað í framhaldinu að æfa með þeim. Síðast þegar eldur kom upp á svæðinu kom slökkviliðsbíll á vettvang en hann var vatnslausVísir/Jóhann KVatnslaus slökkvibíll í síðasta útkalli í Skorradal Um miðjan apríl síðastliðinn kom upp eldur í sumarhúsi á svæðinu og var slökkvilið kallað til. Ólafur segir að þegar slökkviliðsmenn hafi komið á svæðið var ljóst slökkvibílinn kæmist ekki að með nokkru móti og því hafi hann ásamt öðrum sumarhúsaeigendum aðstoðað slökkviliðsmenn við að koma slöngum og vatni svo hægt væri að ráðast gegn eldinum. Þegar það útkall kom fyrsti viðbragðsbíll á vettvang frá Hvanneyri og þegar ráðast átti í fyrstu aðgerðir kom í ljós að slökkvibíllinn var vatnslaus. Hann hafði verið notaður vegna gróðurelda, annarsstaðar í Borgarfirði, deginum áður og gleymst hafði að fylla hann að vatni aftur þegar aðgerðum lauk. Þetta staðfestir Þórður í samtali við fréttastofu og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Sjá einnig: Eldur kom upp í sumabústað Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs BorgarbyggðarVísir/Stöð 2Ástand slökkviliðsins betra en í fyrra Ástand innan slökkviliðs Borgarbyggðar í fyrra var ekki gott. Fáar sameiginlegar æfingar voru haldnar á milli eininga á svæðinu. Í mars 2018 var greint frá því að mikil ólga ríkti innan liðsins og kvörtuðu slökkviliðsmenn við stjórnendur sveitarfélagsins vegna samstarfsörðugleika á milli starfsmanna og stjórnenda slökkviliðsins. Krafa slökkviliðsmanna þá er sú að ráðið yrði í stöður slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra. Annars væru þeir líklegir líklegir til að segja upp störfum. Þá þótti slökkviliðsmönnum æfingar of fáar og illa skipulagðar og vegna þess hafi fáir þeirra staðist skilyrði til að vera fullgildir slökkviliðsmenn og reykkafarar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri segir að ástandið innan liðsins allt annað í dag. Tekið hafi verið á vandamálum sem hafi verið innan liðsins, æfingar og þjálfun orðið markvissari auk þess sem verið sé að auka tækjagetu slökkviliðsins.Fjórar starfsstöðvar eru hjá Slökkviliði BorgarbyggðarVísir/Stöð 2Tveggja ára gömul viðbragðsáætlun aldrei verið æfð Í lok október 2017 var gefin út viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal en Ólafur veit ekki til þess að hún hafi nokkru sinni verið æfð. Þórður, varaslökkviliðsstjóri, segir að það sé í höndum hreppsnefndar í Skorradal að boða til slíkrar almannavarnaæfingar og að þá yrðu allir á svæðinu, viðbragðsaðilar, íbúar og heimamenn virkjaðir til þátttöku.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Ýmsar hættur blasa við í blíðviðrinu sem er framundan. 9. júní 2019 11:38 Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. 13. júní 2019 11:45 Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. 12. júní 2019 12:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15
Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Ýmsar hættur blasa við í blíðviðrinu sem er framundan. 9. júní 2019 11:38
Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. 13. júní 2019 11:45
Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. 12. júní 2019 12:47