Ekki samið um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 16:03 Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir á Alþingi en myndin er tekin á fundi í morgun þegar einnig var verið að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku. Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku.
Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04