Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 17:24 Byko þarf að greiða 325 milljónir króna í sekt. Vísir/ernir Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags. Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum, en lækkaði álagða sekt í 325 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði á sínum tíma talið 65 milljónir króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði sekt Byko í 400 milljónir. Í tilkynningu frá Samkeppnisyfirlitinu segir að á vordögum 2015 hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingavörum.Sekt lækkuð, hækkuð og aftur lækkuð „Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 mkr. sekt á Norvik, móðurfélag Byko,“ segir í tilkynningunni. Norvik og Byko kærðu þá ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismáli sem mat það svo að Byko hafi tekið þátt í ólöglegu samráði en ekki brotið gegn ákvæðum EES. Nefndin mat það hins vegar að brotin hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og var sektin lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónum. Héraðsdómur taldi hins vegar að ákvæði EES er varða samkeppnishamlandi samráð hafi verið brotin og hækkaði sektina í 400 milljónir króna. „Með dómi sínum í dag tekur Landsréttur undir það með Samkeppniseftirlitinu að þegar brot Byko eru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi“. Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.Átta starfsmenn dæmdir Þar segir ennfremur að brot þessa máls tengist ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. „Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí 2014. Með sátt, dags. 9. júlí 2014, viðurkenndi fyrrum rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., að gamla Húsasmiðjan hefði átt í ólögmætu samráði við Byko. Í samræmi við lögbundið hlutverk sitt kærði Samkeppniseftirlitið til lögreglu stjórnendur og starfsmenn Byko og gömlu Húsasmiðjunnar fyrir þátt sinn í samráðinu. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 360/2015 voru átta starfsmenn fyrirtækjanna sakfelldir,“ segir í tilkynningunni. Í dómnum er íslenska ríkið einnig dæmt til að greiða Norvik 75 milljónir króna í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags.
Dómsmál Samkeppnismál Tengdar fréttir Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00