Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2019 09:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira