Nýr Íslandsmeistari í Esjugöngu fór tólf ferðir upp og niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 12:42 Svanberg (t.h.) gekk tólf sinnum á Esjuna. Facebook Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið. Esjan Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið.
Esjan Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira