Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 09:30 Annað skipanna sem varð fyrir árásinni. ISN/AP Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.Árás var gerð á tvo olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag nærri Hormússundi, þar sem Persaflói tengist Ómanflóa. Skipin voru frá Noregi og Japan. Gerð var árás á fjögur önnur skip í síðasta mánuði. Enginn fórst í árásunum. Bandaríski herinn hefur birt myndband sem er sagt sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem festist á japanska olíuskipinu en sprakk ekki. Íranir neita aðild að málinu. Forstjóri japanska félagsins sem gerir út skipið hefur eftir áhöfn þess að eitthvað fljúgandi hafi hæft það. Ásakanir Bandaríkjamanna á hendur Írönum eru settar í samhengi við versnandi samskipti þjóðanna í valdatíð Donald Trumps.Deilt um málið í breskum stjórnmálum Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, kennir Írönum um og gagnrýnir leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar fyrir hræðsluáróður í garð Bandaríkjamanna. „Maður hefði haldið að það væri býsna augljóst hverjir bera ábyrgð á þessu þegar við höfum myndbandsupptökur sem sýna hvað Íranir hafa verið að gera. En, nei, fyrir Jeremy Corbyn er það allt Bandaríkjamönnum að kenna og þetta er sami maðurinn, vel á minnst, sem neitaði að fordæma Pútín eftir eiturárásirnar í Salisbury,“ segir Hunt. Sameinuðu þjóðirnar reyna að draga úr spennu og hvetja til óháðrar rannsóknar. „Við teljum mjög mikilvægt að forðast meiriháttar átök við Persaflóa,“ segir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Bretland Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira