Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:00 Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann. Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira