Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Pálmi Kormákur skrifar 17. júní 2019 09:00 Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við óttast ekki að þurfa sitja í þessum sal í allt sumar. Þinglok eru þó enn ekki ákveðin. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29