Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 16:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Xi Jinping, forseti Kína, og Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu á forsíðu bókar sem var til sölu á flugvellinum í Hong Kong. getty/Geovien So Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21