Fólkinu fylgt Davíð Þorláksson skrifar 19. júní 2019 07:00 Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar