Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 08:15 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, en kaup Kviku á félaginu kláruðust í mars. Fréttablaðið/Stefán Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, fékk síðastliðið haust skammtímalán að fjárhæð einn milljarður króna frá fjárfestingafélaginu Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lánið var tekið til að bæta lausafjárstöðu félagsins, sem var þá afar bágborin, á sama tíma og viðræður stóðu yfir við Kviku um kaup á öllu hlutfé GAMMA. Samtals nam heildarþóknun – vextir og lántökugjald – Stoða vegna lánsins í kringum 150 milljónum króna en það var greitt upp að fullu skömmu eftir að Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaup Kviku á GAMMA í byrjun marsmánaðar. Í lánasamkomulaginu voru meðal annars skilmálar um breytirétt í hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins, ef viðræður GAMMA og Kviku hefðu runnið út í sandinn. Stoðir hefðu þá haft heimild til að breyta láninu í hlutafé í GAMMA og verða um leið langsamlega stærsti hluthafi félagsins. Stjórnarformaður Stoða er Jón Sigurðsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, en Straumnes eignarhaldsfélag, sem er stýrt af Jóni og í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu hans, og fjölskyldu, var jafnframt á meðal stærstu hluthafa GAMMA með tæplega tíu prósenta hlut. Á árinu 2018 nam tap af rekstri GAMMA samtals 268 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 626 milljónir árið áður. Tekjur félagsins námu rúmlega 1.290 milljónum og drógust saman um 787 milljónir á milli ára. Í nýjum ársreikningi GAMMA er upplýst um að félagið hafi á árinu tekið ný lán að fjárhæð einn milljarður króna, sem var meðal annars nýtt til að greiða upp tæplega 286 milljóna króna skuld við Arion banka, en í árslok 2018 námu vaxtaberandi skammtímaskuldir GAMMA rúmlega 1.078 milljónum króna. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins voru það Stoðir sem fyrr segir sem veittu lánið til GAMMA í október á liðnu ári. GAMMA stóð höllum fæti á þessum tíma, lausafé fór þverrandi og talsvert var um innlausnir fjárfesta í sjóðum í stýringu félagsins, og var lánveitingin frá Stoðum því ekki hvað síst hugsuð til að reyna að styrkja samningsstöðu GAMMA í viðræðunum við Kviku, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA og var kaupverðið þá sagt geta orðið allt að 3,75 milljarðar króna miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem átti eftir að tekjufæra. Fimm mánuðum síðar, eða þann 19. nóvember, var greint frá því að samkomulag hefði loks náðst um kaupin. Kaupverðið hafði þá hins vegar í millitíðinni lækkað nokkuð og var gert ráð fyrir að það myndi nema tæplega 2,9 milljörðum að teknu tilliti til árangurstengdra þóknana sem ekki höfðu enn verið tekjufærðar hjá GAMMA. Eftir kaupin á GAMMA nema heildareignir Kviku í stýringu samtals um 442 milljörðum króna. Gert var ráð fyrir því að áhrifin á afkomu Kviku fyrir skatta yrðu um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar GAMMA, með liðlega þrjátíu prósenta hlut hvor um sig, voru Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður félagsins, og Agnar Tómas Möller, sem var framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, fékk síðastliðið haust skammtímalán að fjárhæð einn milljarður króna frá fjárfestingafélaginu Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lánið var tekið til að bæta lausafjárstöðu félagsins, sem var þá afar bágborin, á sama tíma og viðræður stóðu yfir við Kviku um kaup á öllu hlutfé GAMMA. Samtals nam heildarþóknun – vextir og lántökugjald – Stoða vegna lánsins í kringum 150 milljónum króna en það var greitt upp að fullu skömmu eftir að Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaup Kviku á GAMMA í byrjun marsmánaðar. Í lánasamkomulaginu voru meðal annars skilmálar um breytirétt í hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins, ef viðræður GAMMA og Kviku hefðu runnið út í sandinn. Stoðir hefðu þá haft heimild til að breyta láninu í hlutafé í GAMMA og verða um leið langsamlega stærsti hluthafi félagsins. Stjórnarformaður Stoða er Jón Sigurðsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, en Straumnes eignarhaldsfélag, sem er stýrt af Jóni og í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu hans, og fjölskyldu, var jafnframt á meðal stærstu hluthafa GAMMA með tæplega tíu prósenta hlut. Á árinu 2018 nam tap af rekstri GAMMA samtals 268 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 626 milljónir árið áður. Tekjur félagsins námu rúmlega 1.290 milljónum og drógust saman um 787 milljónir á milli ára. Í nýjum ársreikningi GAMMA er upplýst um að félagið hafi á árinu tekið ný lán að fjárhæð einn milljarður króna, sem var meðal annars nýtt til að greiða upp tæplega 286 milljóna króna skuld við Arion banka, en í árslok 2018 námu vaxtaberandi skammtímaskuldir GAMMA rúmlega 1.078 milljónum króna. Samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins voru það Stoðir sem fyrr segir sem veittu lánið til GAMMA í október á liðnu ári. GAMMA stóð höllum fæti á þessum tíma, lausafé fór þverrandi og talsvert var um innlausnir fjárfesta í sjóðum í stýringu félagsins, og var lánveitingin frá Stoðum því ekki hvað síst hugsuð til að reyna að styrkja samningsstöðu GAMMA í viðræðunum við Kviku, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA og var kaupverðið þá sagt geta orðið allt að 3,75 milljarðar króna miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem átti eftir að tekjufæra. Fimm mánuðum síðar, eða þann 19. nóvember, var greint frá því að samkomulag hefði loks náðst um kaupin. Kaupverðið hafði þá hins vegar í millitíðinni lækkað nokkuð og var gert ráð fyrir að það myndi nema tæplega 2,9 milljörðum að teknu tilliti til árangurstengdra þóknana sem ekki höfðu enn verið tekjufærðar hjá GAMMA. Eftir kaupin á GAMMA nema heildareignir Kviku í stýringu samtals um 442 milljörðum króna. Gert var ráð fyrir því að áhrifin á afkomu Kviku fyrir skatta yrðu um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar GAMMA, með liðlega þrjátíu prósenta hlut hvor um sig, voru Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður félagsins, og Agnar Tómas Möller, sem var framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39