Rauða blokkin er með góða forystu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. Fréttablaðið/EPA Vísir/getty Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39