Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði öllum leikjum sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap í síðasta leiknum á móti Kýpur.
Íslenska liðið hafði unnið eina hrinu í öllum leikjum sínum á leikunum til þessa en Kýpverjar reyndust of stór biti fyrir íslenska liðið og þeir tóku allar hrinurnar þrjár og leikinn 3-0.
Kýpur vann fyrstu hrinu með yfirburðum 25-15, önnur hrina fór 25-13 og sú þriðja 25-16. Gríðarlega öruggur sigur hjá Kýpur.
Alexander Arnar Þórisson var stigahæstur í íslenska liðinu með átta stig.
Tap gegn Kýpur í síðasta leik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

