Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 20:00 Hermann segir nauðsynlegt að taka aftur upp reglur um stærðarviðmið lóða við leikskóla. Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann. Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann.
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira