Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 19:00 Trump var ekki sáttur við ummæli Markle. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“. Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“.
Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira