Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 19:00 Trump var ekki sáttur við ummæli Markle. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“. Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“.
Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira