Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 20:25 Harry Winks og Kinsey Wolanski í Madríd í kvöld. Getty/Chloe Knott Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira
Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira