Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 20:25 Harry Winks og Kinsey Wolanski í Madríd í kvöld. Getty/Chloe Knott Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira