Kaupþing íhugar sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 10:53 Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Vísir/Getty Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs. Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs.
Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23