Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2019 11:19 Maðurinn sem kallaði sig Magna Böðvar og Kjartan Atli. Óvænt afhjúpun í lok Flórídafangans þáttaraðarinnar. Nafnið Magni Böðvar Þorvaldsson er liður í umfangsmikilli lygi fangans í Flórída, Johnny Wayne Johnsson; hann hefur aldrei til Íslands komið og á enga ættingja hér. Það er ekki ein íslensk fruma í líkama hans. Hann er fæddur í Flórída, af bandarísku foreldri og hefur sennilega aldrei út fyrir bandarísk landamæri komið. Johnny Wayne átti líkast til ekki einu sinni vegabréf. Lokaþáttur Flórídafangans, sjónvarpsþáttaraðar sem áhorfendur Stöðvar 2 hafa fylgst spenntir með, bauð uppá óvænta vendingu í lokin. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif Johnny Wayne Johnsson, sem afplánar nú í fangelsum í Flórídafylki, dæmdur fyrir að hafa myrt Sherry Lee Prather.Þriðji og síðasti þáttur af Flórídafanganum var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem eiga eftir að horfa á þættina hafa möguleika á að hætta lestri hér.Sannarlega óvænt því hann hefur verið rækilega kynntur og samviskusamlega sem íslenskur í flestum íslenskum fjölmiðlum og erlendum einnig. Hvernig má þetta vera? „Þetta virðist hafa undið uppá sig og orðið að einskonar sannleika, þessi lygi Johnny Wayne Johnson,“ segir Kjartan Atli.Flestir fjölmiðlar kynntu Johnny Wayne sem íslenskan Áhorfendur fylgdust með því þegar Buck Buchanan einkaspæjari sem hafði verið ráðinn sérstaklega af þáttagerðarmönnunum til að vera þeim innan handar kynnti niðurstöðu sína sem sneri að þjóðerni mannsins. Hann sagðist ekki vita hvort þetta teldust góðar fréttir eða slæmar?Mjög var fjallað um Flórídafangann, í íslenskum sem erlendum fjölmiðlum og ávallt var talað um hann sem hinn íslenska Magna Böðvar. En, þar var farið heldur frjálslega með.„Fyrst þegar við komumst að þessu trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Ég eins og aðrir hafði gengið út frá því að um Íslending væri að ræða. Við hefðum aldrei lagt út í þessa þáttagerð öðrum kosti. Við hefðum ekki einu sinni vitað af málinu.“ En, hvað segir þetta eiginlega um fjölmiðla, að fjalla um málið með þessum hætti að ótvírætt sé að maðurinn hafi verið íslenskur? „Það er svo sem ekki mitt að dæma. Ég er meðlimur í Blaðamannafélagi Íslands. Og hef fulla samúð með þeim sem skrifuðu fréttir með þessum formerkjum. Blaðamenn eru berskjaldaðir fyrir lygi en þetta er óneitanlega sérstakt.“Lygin vatt uppá sig Johnny Wayne skilgreindi sig sem Íslending um árabil, í sínu nærumhverfi; sagðist vera frá Keflavík og trúði á norræna goðafræði. Sú lygi virðist hafa undið uppá sig og þegar svo málið kemur upp og um Johnny Wayne fjallað sem „Íslendinginn“ þá er sem íslenskir fjölmiðlar hafi tekið það gott og gilt án þess að athuga það neitt frekar. „Magni Böðvar Þorvaldsson er mjög sannfærandi eða trúverðugt nafn. Við vitum ekki nákvæmlega hvaðan nafnið kemur. Í ofanálag heitir maðurinn Johnny Wayne Johnson, sem gæti hljómað eins og nafn sem brottfluttur Íslendingur gæti hæglega tekið upp. Hann er fæddur árið 1974 og sumir sem eru fæddir fyrir tiltekið ártal og með tvöfalt ríkisfang eru ekki í Þjóðskrá. Johnny gat hafa fallið í þann flokk.“Eftirgrennslan Kjartans Atla og félaga leiddi þá á hinar vafasömustu slóðir, ekki alveg sú mynd sem almennt er dregin upp af ríkinu þar sem Disney World hefur aðsetur sitt.Skjáskot úr FlórídafanganumHvað voruð þið lengi að vinna þessa þætti?„Hluti tökuliðsins fór þrjár ferðir til Jacksonville; samtals var viðvera okkar þar á annan mánuð. Við fengum innsýn í kima bandarísks samfélags sem fólk sér alla jafna ekki.“Kaninn sækir í kamerunaHvað kom þér mest á óvart við gerð þáttanna fyrir utan þessa afhjúpun?„Ég stóð í þeirri meiningu að ég þekkti bandarískt samfélag vel. Ég hef farið þangað árlega frá því ég var strákur, eiginlega alla mína tíð og hélt ég þekkti þetta býsna vel. En, komst að því að örbirgðin er jafnvel meiri en ég hafði ímyndað mér. Vilji Bandaríkjamanna til að tjá sig fyrir framan myndavél fannst mér athyglisvert fyrirbæri.“En, er Flórídafanginn sekur?„Hann játaði en auðvitað er bandarískt réttarkerfi þannig að menn semja oft um vægari dóm gegn játningu. Eini maðurinn sem við vitum að veit með vissu hvort hann er saklaus er Johnny Wanye Johnsson,“ segir Kjartan Atli með óræðan svip á andliti sínu. „Þetta mál sýnir líka hvað það er sem vekur athygli þegar fréttir eru annars vegar. Ég efast um að nokkur á Íslandi hefði veitt þessu máli hina minnstu athygli ef Johnny Wayne hefði ekki verið kynntur sem íslenskur. Í Jacksonville eru yfir þúsund morð framin árlega en okkur á Íslandi þótti þetta tiltekna sakamál áhugavert. Líklega vegna þess að nærumhverfið skipti fólk mestu máli.“ Bandaríkin Fjölmiðlar Flórídafanginn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nafnið Magni Böðvar Þorvaldsson er liður í umfangsmikilli lygi fangans í Flórída, Johnny Wayne Johnsson; hann hefur aldrei til Íslands komið og á enga ættingja hér. Það er ekki ein íslensk fruma í líkama hans. Hann er fæddur í Flórída, af bandarísku foreldri og hefur sennilega aldrei út fyrir bandarísk landamæri komið. Johnny Wayne átti líkast til ekki einu sinni vegabréf. Lokaþáttur Flórídafangans, sjónvarpsþáttaraðar sem áhorfendur Stöðvar 2 hafa fylgst spenntir með, bauð uppá óvænta vendingu í lokin. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif Johnny Wayne Johnsson, sem afplánar nú í fangelsum í Flórídafylki, dæmdur fyrir að hafa myrt Sherry Lee Prather.Þriðji og síðasti þáttur af Flórídafanganum var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem eiga eftir að horfa á þættina hafa möguleika á að hætta lestri hér.Sannarlega óvænt því hann hefur verið rækilega kynntur og samviskusamlega sem íslenskur í flestum íslenskum fjölmiðlum og erlendum einnig. Hvernig má þetta vera? „Þetta virðist hafa undið uppá sig og orðið að einskonar sannleika, þessi lygi Johnny Wayne Johnson,“ segir Kjartan Atli.Flestir fjölmiðlar kynntu Johnny Wayne sem íslenskan Áhorfendur fylgdust með því þegar Buck Buchanan einkaspæjari sem hafði verið ráðinn sérstaklega af þáttagerðarmönnunum til að vera þeim innan handar kynnti niðurstöðu sína sem sneri að þjóðerni mannsins. Hann sagðist ekki vita hvort þetta teldust góðar fréttir eða slæmar?Mjög var fjallað um Flórídafangann, í íslenskum sem erlendum fjölmiðlum og ávallt var talað um hann sem hinn íslenska Magna Böðvar. En, þar var farið heldur frjálslega með.„Fyrst þegar við komumst að þessu trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Ég eins og aðrir hafði gengið út frá því að um Íslending væri að ræða. Við hefðum aldrei lagt út í þessa þáttagerð öðrum kosti. Við hefðum ekki einu sinni vitað af málinu.“ En, hvað segir þetta eiginlega um fjölmiðla, að fjalla um málið með þessum hætti að ótvírætt sé að maðurinn hafi verið íslenskur? „Það er svo sem ekki mitt að dæma. Ég er meðlimur í Blaðamannafélagi Íslands. Og hef fulla samúð með þeim sem skrifuðu fréttir með þessum formerkjum. Blaðamenn eru berskjaldaðir fyrir lygi en þetta er óneitanlega sérstakt.“Lygin vatt uppá sig Johnny Wayne skilgreindi sig sem Íslending um árabil, í sínu nærumhverfi; sagðist vera frá Keflavík og trúði á norræna goðafræði. Sú lygi virðist hafa undið uppá sig og þegar svo málið kemur upp og um Johnny Wayne fjallað sem „Íslendinginn“ þá er sem íslenskir fjölmiðlar hafi tekið það gott og gilt án þess að athuga það neitt frekar. „Magni Böðvar Þorvaldsson er mjög sannfærandi eða trúverðugt nafn. Við vitum ekki nákvæmlega hvaðan nafnið kemur. Í ofanálag heitir maðurinn Johnny Wayne Johnson, sem gæti hljómað eins og nafn sem brottfluttur Íslendingur gæti hæglega tekið upp. Hann er fæddur árið 1974 og sumir sem eru fæddir fyrir tiltekið ártal og með tvöfalt ríkisfang eru ekki í Þjóðskrá. Johnny gat hafa fallið í þann flokk.“Eftirgrennslan Kjartans Atla og félaga leiddi þá á hinar vafasömustu slóðir, ekki alveg sú mynd sem almennt er dregin upp af ríkinu þar sem Disney World hefur aðsetur sitt.Skjáskot úr FlórídafanganumHvað voruð þið lengi að vinna þessa þætti?„Hluti tökuliðsins fór þrjár ferðir til Jacksonville; samtals var viðvera okkar þar á annan mánuð. Við fengum innsýn í kima bandarísks samfélags sem fólk sér alla jafna ekki.“Kaninn sækir í kamerunaHvað kom þér mest á óvart við gerð þáttanna fyrir utan þessa afhjúpun?„Ég stóð í þeirri meiningu að ég þekkti bandarískt samfélag vel. Ég hef farið þangað árlega frá því ég var strákur, eiginlega alla mína tíð og hélt ég þekkti þetta býsna vel. En, komst að því að örbirgðin er jafnvel meiri en ég hafði ímyndað mér. Vilji Bandaríkjamanna til að tjá sig fyrir framan myndavél fannst mér athyglisvert fyrirbæri.“En, er Flórídafanginn sekur?„Hann játaði en auðvitað er bandarískt réttarkerfi þannig að menn semja oft um vægari dóm gegn játningu. Eini maðurinn sem við vitum að veit með vissu hvort hann er saklaus er Johnny Wanye Johnsson,“ segir Kjartan Atli með óræðan svip á andliti sínu. „Þetta mál sýnir líka hvað það er sem vekur athygli þegar fréttir eru annars vegar. Ég efast um að nokkur á Íslandi hefði veitt þessu máli hina minnstu athygli ef Johnny Wayne hefði ekki verið kynntur sem íslenskur. Í Jacksonville eru yfir þúsund morð framin árlega en okkur á Íslandi þótti þetta tiltekna sakamál áhugavert. Líklega vegna þess að nærumhverfið skipti fólk mestu máli.“
Bandaríkin Fjölmiðlar Flórídafanginn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira