Fyrstu viðbrögð við blekkingu Johnny Wayne var að slá verkefnið út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 22:30 Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2 Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2
Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19